4 fyrir þekking fyllast forðabúrin alls konar dýrum og yndislegum fjármunum.
4 fyrir þekkingu fyllast herbergin alls konar dýrum og fögrum gripum.
Því að í þessi herbergi skulu Ísraelsmenn og levítarnir færa fórnargjöf korns og aldinlagar og olífuolíu, þar eð hin helgu ker, prestarnir, er þjónustu gegna, hliðverðirnir og söngvararnir eru þar. Og eigi viljum vér yfirgefa musteri Guðs vors.
Hann heggur göng í björgin, og auga hans sér alls konar dýrindi.
Í húsi hins réttláta er mikill auður, en glundroði er í gróðafé hins óguðlega.
Til er gull og gnægð af perlum, en hið dýrmætasta þing eru vitrar varir.
Dýrmætur fjársjóður og olía er í heimkynnum hins vitra, en heimskur maður sólundar því.
Vitur maður er betri en sterkur og fróður maður betri en aflmikill,
Auður og heiður eru hjá mér, ævagamlir fjármunir og réttlæti.
til þess að gefa þeim sanna auðlegð, er elska mig, og fylla forðabúr þeirra.
Hann sagði við þá: “Þannig er sérhver fræðimaður, sem orðinn er lærisveinn himnaríkis, líkur húsföður, sem ber fram nýtt og gamalt úr forðabúri sínu.”