1 Öfunda ekki vonda menn og lát þig ekki langa til að vera með þeim,
1 Öfundaðu ekki vonda menn og láttu þig ekki langa til að vera með þeim
Sæll er sá maður, er eigi fer að ráðum óguðlegra, eigi gengur á vegi syndaranna og eigi situr í hópi þeirra, er hafa Guð að háði,
Hríf eigi sál mína burt með syndurum né líf mitt með morðingjum,
Davíðssálmur. Ver eigi of bráður vegna illvirkjanna, öfunda eigi þá er ranglæti fremja,
Ver hljóður fyrir Drottni og vona á hann. Ver eigi of bráður vegna þeirra er vel gengur, vegna þess manns er svik fremur.
því að ég fylltist gremju út af hinum hrokafullu, þegar ég sá gengi hinna guðlausu.
Haf umgengni við vitra menn, þá verður þú vitur, en illa fer þeim, sem leggur lag sitt við heimskingja.
Lát eigi hjarta þitt öfunda syndara, heldur ástunda guðsótta á degi hverjum,
Reiðst ekki vegna illgjörðamanna, öfunda eigi óguðlega,
Öfunda ekki ofbeldismanninn og haf engar mætur á neinum gjörðum hans.
Kom þú eigi á götu óguðlegra og gakk eigi á vegi vondra manna.
Sneið hjá honum, farðu hann ekki, snú þú frá honum og farðu fram hjá.