16 Betra er lítið í ótta Drottins en mikill fjársjóður með áhyggjum.
16 Betra er að eiga lítið og óttast Drottin en mikinn fjársjóð með áhyggjum.
Betra er lítið með réttu en miklar tekjur með röngu.
Betri er lítil eign réttláts manns en auðlegð margra illgjarnra,
Já, guðhræðslan samfara nægjusemi er mikill gróðavegur.
Betri er fátækur maður, sem framgengur í ráðvendni sinni, heldur en sá, sem beitir undirferli og er þó ríkur.
Blessun Drottins, hún auðgar, og erfiði mannsins bætir engu við hana.
Hinn volaði sér aldrei glaðan dag, en sá sem vel liggur á, er sífellt í veislu.
Betri er hnefafylli af ró en báðar hendur fullar af striti og eftirsókn eftir vindi.
Betri er þurr brauðbiti með ró en fullt hús af fórnarkjöti með deilum.