9 Afglaparnir gjöra gys að sektarfórnum, en meðal hreinskilinna er velþóknun.
9 Heimskingja má sætta með meðalgöngu en hreinskilnum nægir góðvild.
hvað þá hinn andstyggilegi og spillti, maðurinn, sem drekkur ranglætið eins og vatn.
Hversu lengi ætlið þér, fávísir, að elska fávísi og hinir háðgjörnu að hafa yndi af háði og heimskingjarnir að hata þekkingu?
Heimskingjanum er ánægja að fremja svívirðing, en viskan er hyggnum manni gleði.
Andstyggð fyrir Drottni eru þeir, sem hafa rangsnúið hjarta, en yndi hans þeir, er breyta ráðvandlega.
Hinn góði hlýtur velþóknun af Drottni, en hrekkvísan mann fyrirdæmir hann.
Góðir vitsmunir veita hylli, en vegur svikaranna leiðir í glötun.
Spottsama spottar hann, en lítillátum veitir hann náð.
þá munt þú ávinna þér hylli og fögur hyggindi, bæði í augum Guðs og manna.
Þannig er atferli hórkonunnar: Hún neytir, þurrkar sér um munninn og segir: “Ég hefi ekkert rangt gjört.”
Því að sá sem mig finnur, finnur lífið og hlýtur blessun af Drottni.
En ef hann á ekki fyrir kind, þá skal hann í sektarbætur fyrir misgjörð sína færa Drottni tvær turtildúfur eða tvær ungar dúfur, aðra í syndafórn, en hina í brennifórn.
Þeir sögðu við yður: “Á síðasta tíma munu koma spottarar, sem stjórnast af sínum eigin óguðlegu girndum.”