4 Þar sem engin naut eru, þar er jatan tóm, en fyrir kraft uxans fæst mikill ágóði.
4 Þar sem engin naut eru, er jatan tóm en af krafti uxans fæst mikill ágóði.
Reiðir þú þig á hann, af því að kraftur hans er mikill, og trúir þú honum fyrir arði þínum?
uxar vorir klyfjaðir, ekkert skarð og engir hernumdir og ekkert óp á torgum vorum.
Nýbrotið land fátæklinganna gefur mikla fæðu, en mörgum er burtu kippt fyrir ranglæti sitt.
Í munni afglapans er vöndur á hroka hans, en varir hinna vitru varðveita þá.
Sannorður vottur lýgur ekki, en falsvottur fer með lygar.
Ég hefi látið yður halda hreinum tönnum í öllum borgum yðar og látið mat skorta í öllum bústöðum yðar. Og þó hafið þér ekki snúið yður til mín, - segir Drottinn.