3 Ráðvendni hreinskilinna leiðir þá, en undirferli svikulla tortímir þeim.
3 Ráðvendni hreinskilinna leiðir þá en undirferli lygarans tortímir honum.
Lát ráðvendni og hreinskilni gæta mín, því að á þig vona ég.
Davíðssálmur. Lát mig ná rétti mínum, Drottinn, því að ég geng fram í grandvarleik og þér treysti ég óbifanlega.
Réttlæti hins ráðvanda gjörir veg hans sléttan, en hinn óguðlegi fellur um guðleysi sitt.
Réttlætið verndar grandvara breytni, en guðleysið steypir syndaranum.
Flónska mannsins steypir fyrirtækjum hans, en hjarta hans illskast við Drottin.
En hinir óguðlegu munu upprættir verða úr landinu, og hinum svikulu verða útrýmt þaðan.
Ofríki hinna óguðlegu dregur þá á eftir sér, því að þeir færast undan að gjöra það, sem rétt er.
Augu Drottins varðveita þekkinguna, en orðum svikarans kollvarpar hann.
Sá sem breytir ráðvandlega, mun frelsast, en sá sem beitir undirferli, fellur í gryfju.
Breyttu eigi of óguðlega og ver þú eigi heimskingi - hví vilt þú deyja áður en þinn tími er kominn?
En tortíming kemur yfir alla illræðismenn og syndara, og þeir, sem yfirgefa Drottin, skulu fyrirfarast.
Þeir drápu og konunga Midíansmanna, auk annarra, er þeir felldu: Eví, Rekem, Súr, Húr og Reba, fimm konunga Midíansmanna. Bíleam Beórsson drápu þeir og með sverði.
Sá sem vill gjöra vilja hans, mun komast að raun um, hvort kenningin er frá Guði eða ég tala af sjálfum mér.