3 til þess að menn fái viturlegan aga, réttlæti, réttvísi og ráðvendni,
3 til þess að menn hljóti viturlega leiðsögn, réttsýni, sanngirni og heiðarleika,
Og allur Ísrael heyrði dóminn, sem konungur hafði dæmt. Og þeir óttuðust konung, því að þeir sáu, að hann var gæddur guðlegri speki til þess að kveða upp dóma.
Tak á móti kenning af munni hans, og fest þér orð hans í hjarta.
Hlýð þú ráðum og tak umvöndun, til þess að þú verðir vitur eftirleiðis.
til þess að ég kunngjöri þér sannleika, áreiðanleg orð, svo að þú flytjir þeim áreiðanleg orð, er senda þig.
Prédikarinn leitaðist við að finna fögur orð, og það sem hann hefir skrifað í einlægni, eru sannleiksorð.