Guð er ekki maður sem lýgur, ekki sonur manns sem skiptir um skoðun. Boðar hann eitthvað án þess að framkvæma það? Heitir hann einhverju án þess að efna það?
Þegar Jesús var að leggja af stað kom maður hlaupandi, féll á kné fyrir honum og spurði hann: „Góði meistari, hvað á ég að gera til þess að öðlast eilíft líf?“
án þess að hann fái hundraðfalt aftur, nú á þessum tíma heimili, bræður og systur, mæður, börn og akra, jafnframt ofsóknum, og í hinum komanda heimi eilíft líf.
Faðir, ég vil að þeir sem þú gafst mér séu hjá mér, þar sem ég er, svo að þeir sjái dýrð mína, sem þú hefur gefið mér, af því að þú elskaðir mig fyrir grundvöllun heims.
En einn hefur máttinn til þess að styrkja yður með fagnaðarerindi mínu, boðskap Jesú Krists. Þar opinberast leyndardómur sem var hulinn þögn um eilífar tíðir
Hann hefur frelsað okkur og kallað heilagri köllun, ekki vegna verka okkar heldur eftir eigin ákvörðun og náð sem okkur var gefin frá eilífum tímum í Kristi Jesú
Við vitum að sonur Guðs er kominn og hefur gefið okkur skilning til þess að við þekkjum sannan Guð. Við lifum í hinum sanna Guði, í syni hans Jesú Kristi. Hann er hinn sanni Guð og eilífa lífið.
Dýrið, sem þú sást, var, en er ekki, og það mun stíga upp frá undirdjúpinu og fara til glötunar. Og þeir sem á jörðu búa og eiga ekki frá grundvöllun veraldar nöfn sín skráð í lífsins bók munu undrast er þeir sjá dýrið sem var og er ekki og kemur aftur.