4 Þeir munu snúa eyrum sínum burt frá sannleikanum og hverfa að kynjasögum.
4 Þeir munu snúa eyrum sínum burt frá sannleikanum og hverfa að ævintýrum.
En þessu vildu þeir ekki gefa gaum, sneru við baki í þrjósku og tróðu í eyru sín svo að þeir heyrðu ekki.
og gefa sig ekki að kynjasögum og endalausum ættartölum er fremur efla þrætur en trúarskilning á ráðstöfun Guðs.
Ekki notaði ég uppspunnar skröksögur er ég kunngjörði ykkur mátt og komu Drottins vors Jesú Krists heldur hafði ég verið sjónarvottur að hátign hans.
En hafna þú vanheilögum hégiljum og æf sjálfan þig í guðrækni.
Þá æptu þeir hástöfum, héldu fyrir eyrun og réðust að honum, allir sem einn maður.
og gefi sig ekki að bábiljum Gyðinga og boðum manna sem fráhverfir eru sannleikanum.
Þú veist að allir Asíumenn sneru við mér bakinu. Í þeirra flokki eru þeir Fýgelus og Hermogenes.
Þú, Tímóteus, varðveit það sem þér er trúað fyrir og forðast hinar vanheilögu hégómaræður og mótsagnir þeirrar speki sem svo er rangnefnd
Því að fráhvarf fávísra drepur þá og uggleysi heimskingjanna tortímir þeim.
Náð sé með yður öllum.
Þau segja við sjáendurna: „Sjáið ekki sýnir,“ og við spámennina: „Sjáið ekki það sem satt er, segið oss eitthvað geðfellt, kunngjörið tálsýnir.
Því að hjarta lýðs þessa er sljótt orðið og illa heyra þeir með eyrum sínum og augunum hafa þeir lokað, svo að þeir sjái ekki með augunum né heyri með eyrunum og skilji með hjartanu og snúi sér og ég lækni þá.
Þess vegna sendir Guð þeim megna villu til þess að þau trúi lyginni.