Fyrirverð þig því ekki fyrir vitnisburðinn um Drottin vorn né fyrir mig, bandingja hans, heldur skalt þú með mér illt þola vegna fagnaðarerindisins svo sem Guð gefur máttinn til.
Þessi fyrirmæli legg ég fyrir þig, barnið mitt, Tímóteus, og minni á þau spádómsorð sem áður voru töluð yfir þér. Minnugur þeirra skaltu berjast hinni góðu baráttu,
En ef ég sæti þrengingum, þá er það til þess að þið öðlist kjark og frelsist og ef ég er vongóður, þá er það til þess að þið verðið vongóð og öðlist kjark og kraft til að standast þær þjáningar sem ég einnig líð.
Hver fer nokkurn tíma í stríð á eigin kostnað? Hver plantar víngarð og neytir ekki ávaxtar hans? Hver gætir hjarðar og neytir ekki af mjólk hjarðarinnar?