Gangir þú gegnum vötnin er ég með þér, gegnum vatnsföllin, þá flæða þau ekki yfir þig. Gangir þú gegnum eld skalt þú ekki brenna þig og loginn mun ekki granda þér.
Þú munt ekki framar nefnd verða Yfirgefin og land þitt nefnt Auðn, heldur verður þú nefnd Yndi mitt og land þitt Eiginkona því að Drottinn ann þér og land þitt mun honum gefið.
Minnist orðanna sem ég sagði við yður: Þjónn er ekki meiri en herra hans. Hafi menn ofsótt mig þá munu þeir líka ofsækja yður. Hafi þeir varðveitt orð mitt munu þeir líka varðveita yðar.
Ég bugast af sorg er ég minnist þess sem var þegar ég fór fyrir fylkingunni, fór fyrir þeim sem héldu að húsi Guðs, með gleðihrópum og lofsöng í fagnandi hátíðarskara.
Þótt fíkjutréð beri ekki blóm og vínviðurinn engan ávöxt; þótt gróði ólífutrésins bregðist og akrarnir gefi enga fæðu; þótt sauðféð hverfi burt úr kvíum og nautgripir úr fjósum,