Á þeim tíma tók Jesús svo til orða: „Ég vegsama þig, faðir, Drottinn himins og jarðar, að þú hefur hulið þetta spekingum og hyggindamönnum en opinberað það smælingjum.
En hugur þeirra varð sljór. Því allt til þessa dags hvílir sama skýlan yfir upplestri hins gamla sáttmála og henni hefur ekki verið svipt burt því að Kristur einn lætur hana hverfa.
Fagnaðarerindi mitt kom ekki til ykkar í orðum einum heldur í krafti og heilögum anda með fyllstu sannfæringu. Eins vitið þið hverju ég kom til vegar ykkar vegna.