Þú komst í gær, ætti ég þá í dag að taka þig með okkur út í óvissuna? Ég verð að fara eitthvað en veit ekki hvert. Snúðu við og taktu landa þína með þér og megi Drottinn sýna þér náð og trúfesti.“
Davíð gekk út til þeirra, ávarpaði þá og sagði: „Ef þið komið til mín með friði og ætlið að styðja mig er ég fús til samstarfs við ykkur. En ef þið ætlið að svíkja mig í hendur fjandmanna minna þó að ég hafi ekkert illvirki framið, þá sér Guð feðra okkar það og refsar ykkur.“