5 Betra er að hlýða á ávítur viturs manns en á lofsöng heimskra manna.
5 Betra er að hlýða á ávítur viturs manns en á söng heimskra manna.
Hinir réttlátu geta slegið mig og hirt mig í kærleika en olía guðlausra skal ekki smyrja höfuð mitt. Stöðugt bið ég um hjálp gegn illsku þeirra.
hafði hærusekk fyrir klæði og þeir ortu háðkvæði um mig.
Sá sem fyrirlítur hollráð býr sér glötun en sá sem hlítir leiðsögn hlýtur umbun.
Fátækt og smán hlýtur sá sem ekki skeytir um áminningar en sá sem tekur umvöndun hlýtur sæmd.
Ávítur fá meira á hygginn mann en hundrað högg á heimskingja.
Eins og gullhringur og skartgripur af skíru gulli, svo er áminning viturs manns sem hlýtt er á.
Vel meint eru vinar sárin en viðbjóðslegir fjandmanns kossar.
Því að fyrirmæli eru lampi og viðvörun ljós, og hvatning og handleiðsla leið til lífsins
Ávítaðu ekki hinn háðska svo að hann hati þig ekki, ávítaðu hinn vitra og hann mun elska þig.
Orð spekinganna eru hvöss sem broddar og kjarnyrðin eins og fastreknir naglar; þau eru gefin af einum hirði.
Hjarta spekinganna er í sorgarhúsi en hjarta heimskingjanna í gleðihúsi.
Orð viturra manna, sem hlustað er á í næði, eru betri en óp valdhafans meðal heimskingjanna.
Ég tyfta og aga alla þá sem ég elska. Legg þú því allt kapp á að bæta ráð þitt.