Nú gaf Absalon mönnum sínum þessi fyrirmæli: „Fylgist vel með þegar Amnon gerist hreifur af víni. Þegar ég segi ykkur að ráðast á hann skuluð þið drepa hann. Verið óhræddir því að það er ég sem hef skipað ykkur þetta. Verið hughraustir og sýnið karlmennsku.“
Þegar þeir verða gráðugir geri ég þeim veislu, geri þá drukkna svo að þeir líði út af, því næst sofna þeir ævarandi svefni og vakna ekki aftur, segir Drottinn.
Ég geri leiðtoga og spekinga Babýlonar drukkna ásamt landstjórum hennar, herforingjum og stríðshetjum. Þeir skulu falla í ævarandi svefn og þeir munu ekki vakna framar, segir konungurinn. Drottinn hersveitanna er nafn hans.
Þegar Abígail kom heim til Nabals var hann að veislu í húsi sínu sem konungur væri. Nabal var hinn kátasti og mjög drukkinn. Þess vegna sagði hún honum ekkert fyrr en birti af degi.
Þegar hann hafði vísað þeim þangað sáu þeir að ræningjarnir voru dreifðir um allar jarðir, átu og drukku og gerðu sér glaðan dag vegna hins mikla ránsfengs sem þeir höfðu tekið í landi Filistea og Júda.