3 Betri er hryggð en hlátur því að þegar andlitið er dapurt líður hjartanu vel.
3 Betri er hryggð en hlátur, því að þegar andlitið er dapurt, líður hjartanu vel.
Áður en ég varð auðmjúkur villtist ég en nú varðveiti ég orð þitt.
Það varð mér til góðs að ég var beygður svo að ég gæti lært lög þín.
Um hláturinn sagði ég: Hann er vitlaus. Um gleðina sagði ég: Hverju fær hún áorkað?
Hjarta spekinganna er í sorgarhúsi en hjarta heimskingjanna í gleðihúsi.
Hann sagði: „Óttastu hvergi, ástmögur, allt mun ganga þér í hag. Vertu hughraustur. Vertu hughraustur.“ Ég styrktist við er hann talaði við mig og sagði: „Talaðu, herra, því að þú hefur veitt mér styrk.“
Sælir eruð þér sem nú hungrar því að þér munuð saddir verða. Sælir eruð þér sem nú grátið því að þér munuð hlæja.
Vei yður, sem nú eruð saddir, því að yður mun hungra. Vei yður, sem nú hlæið, því að þér munuð sýta og gráta.
Þrenging mín er skammvinn og léttbær og aflar mér eilífrar dýrðar sem stórum yfirgnæfir allt.