Maður stendur einn og enginn annar með honum, hann á hvorki son né bróður og þó er enginn endir á öllu striti hans og auðurinn mettar ekki augu hans. Fyrir hvern er ég þá að stritast og fyrir hvern læt ég þá sjálfan mig fara góðs á mis? Einnig þetta er hégómi og leið þraut.
Og Drottinn efldi hug Serúbabels Sealtíelssonar, landstjóra í Júda, Jósúa Jósadakssonar, æðsta prests, og þeirra sem eftir voru af þjóðinni. Þeir komu og hófust handa við að byggja hús Drottins allsherjar, Guðs síns,
Eitt sinn er þeir voru að þjóna Drottni og föstuðu sagði heilagur andi: „Takið frá, mér til handa, þá Barnabas og Sál til að vinna það verk sem ég hef kallað þá til.“