Því að hver veit hvað gott er fyrir manninn í lífinu alla daga hins fánýta lífs hans er hann lifir sem skuggi? Hver segir manninum hvað gerast muni eftir hans dag undir sólinni?
Jakob svaraði faraó: „Vegferðartími minn er hundrað og þrjátíu ár. Fáir og illir hafa dagar lífs míns verið og ná ekki þeirri áratölu er feður mínir náðu á vegferð sinni.“