Síðan sagði Davíð við Jóab og allt fólkið sem hjá honum var: „Rífið klæði ykkar, gyrðist hærusekk og syrgið Abner.“ Davíð konungur gekk sjálfur á eftir líkbörunum.
Hiskía var lagður til hvíldar hjá feðrum sínum. Hann var grafinn við veginn að gröfum niðja Davíðs. Allir Júdamenn og íbúar Jerúsalem sýndu honum virðingu við lát hans. Manasse, sonur hans, varð konungur eftir hann.
og Jeremía orti harmljóð eftir hann. Allir söngvarar og söngkonur minnast Jósía í harmljóðum sínum, allt til þessa dags. Þeir hafa gert það að viðtekinni venju í Ísrael enda eru þau skráð í harmljóðunum.
Þess vegna segir Drottinn um Jójakím son Jósía Júdakonungs: Enginn mun syrgja hann og segja: „Æ, bróðir minn, vei, systir mín.“ Enginn mun syrgja hann og segja: „Æ, herra, vei, konungur.“
Sál lét sér vel líka líflát hans. Á þeim degi hófst mikil ofsókn gegn söfnuðinum í Jerúsalem. Allir nema postularnir dreifðust út um byggðir Júdeu og Samaríu.
Samúel var dáinn og allur Ísrael hafði grátið hann. Hann var grafinn í heimaborg sinni, Rama. En Sál hafði rekið alla miðla og spásagnarmenn úr landinu.