Davíð, þjónn minn, verður konungur yfir þeim og þeir munu allir hafa einn hirði. Þeir munu breyta eftir reglum mínum og halda lög mín og framfylgja þeim.
Og ég heyrði aðra rödd af himni sem sagði: „Fólkið mitt, forðið yður úr borginni, svo að þér eigið engan hlut í syndum hennar og hreppið ekki plágur hennar.