Hann reisti súlurnar við forsal musterisins. Aðra súluna reisti hann hægra megin og nefndi hana Jakin og hina reisti hann vinstra megin og nefndi hana Bóas.
Hann byggði einnig súlnasal sem var fimmtíu álna langur og þrjátíu álna breiður. Framan við hann byggði hann forsal með súlum og skyggni þar fyrir framan.
Komið, öll sem þyrst eruð, komið til vatnsins og þér sem ekkert fé eigið, komið, komið, kaupið korn og etið, komið, þiggið korn án silfurs og endurgjaldslaust, bæði vín og mjólk.
Og er Jakob, Kefas og Jóhannes, sem álitnir voru máttarstólparnir, höfðu komist að raun um hvílík náð mér var veitt, þá réttu þeir mér og Barnabasi hönd sína til samkomulags: Við skyldum fara til hinna óumskornu en þeir til hinna umskornu.
Þann er sigrar mun ég gera að máttarstólpa í musteri Guðs míns og hann skal aldrei framar fara þaðan. Á hann mun ég rita nafn Guðs míns og nafn borgar Guðs míns, hinnar nýju Jerúsalem, er kemur af himni ofan frá Guði mínum, og nafnið mitt hið nýja.