Ég hef svarið við sjálfan mig: Af munni mínum er sannleikur út genginn, orð sem ekki snýr aftur. Fyrir mér skal sérhvert kné beygja sig og sérhver tunga sverja við mig.
Hver er sá sem kemur frá Edóm, í hárauðum klæðum frá Bosra, sveipaður veglegri skikkju, tignarlegur í mætti sínum? Það er ég sem boða réttlæti og hef mátt til að bjarga.
til þess að þið verðið óaðfinnanleg og hrein, flekklaus Guðs börn meðal rangsnúinnar og gerspilltrar kynslóðar sem þið skínið hjá eins og ljós í heiminum.