Þá segir Pílatus við hann: „Þú ert þá konungur?“ Jesús svaraði: „Rétt segir þú. Ég er konungur. Til þess er ég fæddur og til þess er ég kominn í heiminn að ég beri sannleikanum vitni. Hver sem er sannleikans megin heyrir mína rödd.“
Jesús svaraði þeim: „Enda þótt ég vitni um sjálfan mig er vitnisburður minn gildur því ég veit hvaðan ég kom og hvert ég fer. En þér vitið ekki hvaðan ég kem né hvert ég fer.