5 Þér óreyndu, lærið hyggindi, og þér heimskingjar, lærið skynsemi.
Við mörk himins rennur hann upp og hringferð hans nær til enda himins, ekkert dylst fyrir geislaglóð hans.
Takið eftir, þér hinir skilningslausu meðal lýðsins og vitgrönnu, hvenær ætlið þér að vitkast?
Hve lengi ætlið þér, fávísu menn, að elska fávísina og hinir háðgjörnu að hafa yndi af háði og heimskingjar að amast við þekkingu?
Því að fráhvarf fávísra drepur þá og uggleysi heimskingjanna tortímir þeim.
til þess að þeir verði óreyndum til ráðgjafar og veiti unglingum þekkingu og forsjálni,
Vitrir menn hljóta heiður en heimskingjar bera smán úr býtum.
Ég, spekin, dvelst hjá viskunni, hjá mér býr dómgreind og þekking.
Til yðar tala ég, menn, og rödd minni er beint til mannanna barna.
„Hver sem óreyndur er komi hingað.“ Og við hinn fávísa segir hún:
Drottinn heldur af stað sem hetja, glæðir hugmóð eins og bardagamaður, hann lýstur upp herópi og ber sigurorð af fjandmönnum sínum.
Þú átt að opna augu þeirra og snúa þeim frá myrkri til ljóss, frá valdi Satans til Guðs, til þess að þeir trúi á mig og öðlist fyrirgefningu syndanna og arf með þeim sem helgaðir eru.
Og hið lítilmótlega í heiminum, það sem heimurinn telur einskis virði, hefur Guð útvalið til þess að gera að engu það sem er í metum.