4 Til yðar tala ég, menn, og rödd minni er beint til mannanna barna.
4 Til yðar, menn, tala ég, og raust mín hljómar til mannanna barna.
Asafssálmur. Guð, Drottinn Guð, talar, kallar á jörðina frá sólarupprás til sólarlags.
við hliðin út úr borginni, þar sem gengið er inn, kallar hún hástöfum:
Þér óreyndu, lærið hyggindi, og þér heimskingjar, lærið skynsemi.
Heyrið, allar þjóðir. Hlusta þú, veröld, og allt sem í þér er. Drottinn, Guð minn, ber yður sökum, Drottinn vitnar gegn yður úr sínu heilaga musteri.
Hver sem eyru hefur hann heyri.
Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.
ef þið standið stöðug í trúnni, á föstum grunni og hvikið ekki frá von þess fagnaðarerindis sem þið hafið heyrt og boðað hefur verið öllu sem skapað er í heiminum. Ég, Páll, er orðinn þjónn þess.
Hann boða ég, áminni og fræði hvern mann með allri speki að ég megi leiða alla fram fullkomna í Kristi.
Og andinn og brúðurin segja: „Kom þú!“ Og sá sem heyrir segi: „Kom þú!“ Og sá sem þyrstur er, hann komi. Hver sem vill fær ókeypis lífsins vatn.