Seljið eigur yðar og gefið ölmusu, fáið yður pyngjur er slitna ekki, fjársjóð á himnum er þrýtur ekki, þar sem þjófur fær eigi í nánd komist né mölur spillt.
Heyrið, elskuð systkin. Hefur Guð ekki útvalið þá sem eru fátækir í augum heimsins til þess að þeir verði auðugir í trú og erfi ríkið er hann hefur heitið þeim sem elska hann?
Ég ræð þér að þú kaupir af mér gull, skírt í eldi, til þess að þú verðir auðugur, og hvít klæði til þess að þú getir hulið skammarlega nekt þína. Kauptu líka smyrsl á augu þín til þess að þú getir séð.