Hann var sonur ekkju af ættbálki Naftalí en faðir hans var frá Týrus og hafði verið eirsmiður. Híram var hagleiksmaður og gæddur skilningi og kunnáttu til þess að vinna að hvers konar eirsmíði. Hann kom til Salómons konungs og sá um alla smíðavinnuna fyrir hann.
Hann fékk honum einnig uppdrætti af öllu sem honum hafði verið blásið í brjóst, uppdrætti af forgörðum húss Drottins og af öllum herbergjunum umhverfis þá. Þau voru fyrir fjársjóðina, sem heyrðu til húsi Guðs, og helgigjafirnar,