11 Viska er betri en perlur, engir fjársjóðir jafnast á við hana.
11 Því að viska er betri en perlur, og engir dýrgripir jafnast á við hana.
Hve sæt eru fyrirheit þín gómi mínum, hunangi betri munni mínum.
Þess vegna elska ég boð þín meira en gull, já skíragull.
Lögmálið úr munni þínum er mér mætara en þúsundir skildinga úr silfri og gulli.
Ótti Drottins er hreinn, varir að eilífu. Ákvæði Drottins eru sannleikur, eru öll réttlát.
Hve miklu betra er að afla sér visku en gulls og ágætara að afla sér skynsemi en silfurs.
Gnægð er af gulli og perlum en dýrmætastar eru þó vitrar varir.
Dugmikla konu, hver hlýtur hana? Hún er miklu dýrmætari en perlur.
Speki er eins góð og óðal og ávinningur fyrir þá sem sólina líta.
Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og glata sálu sinni? Eða hvað gæti maður látið til endurgjalds fyrir sálu sína?
Það er ekki heldur handan hafsins svo að þú þurfir að spyrja: „Hver vill fara yfir hafið fyrir okkur og sækja það og kunngjöra okkur það svo að við getum framfylgt því?“