1 Heyr, spekin kallar. Viskan hefur upp raust sína.
1 Heyr, spekin kallar og hyggnin lætur raust sína gjalla.
Sonur minn, ef þú hlýðir orðum mínum og geymir boðorð mín hjá þér,
Sonur minn, gleymdu ekki kenningu minni og hjarta þitt varðveiti ráð mín
Nú rættist það sem Jesaja spámaður segir: Rödd hrópanda í eyðimörk: Greiðið veg Drottins, gerið beinar brautir hans.
Upp frá þessu tekur Jesús að prédika og segja: „Takið sinnaskiptum, himnaríki er í nánd.“
En fyrst á að prédika öllum þjóðum fagnaðarerindið.
og að prédika skuli í nafni hans öllum þjóðum að taka sinnaskiptum og þiggja fyrirgefningu synda og hefja það í Jerúsalem.
Síðasta daginn, hátíðardaginn mikla, stóð Jesús þar og kallaði: „Ef nokkurn þyrstir þá komi hann til mín og drekki.
En þér munuð öðlast kraft er heilagur andi kemur yfir yður og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar.“
Hann sagði við mig: Far þú, því að ég mun senda þig til heiðingja langt í burtu.“
en okkur sem Guð hefur kallað, bæði Gyðingum og Grikkjum, Krist, kraft Guðs og speki Guðs.