7 og sá þar meðal sveinanna ungan og vitstola mann.
Auga hórkarlsins bíður rökkursins og hann hugsar: „Ekkert auga sér mig,“ og hylur andlit sitt skýlu.
Þegar orð þín ljúkast upp ljóma þau og gera fávísa vitra.
Við mörk himins rennur hann upp og hringferð hans nær til enda himins, ekkert dylst fyrir geislaglóð hans.
Hve lengi ætlið þér, fávísu menn, að elska fávísina og hinir háðgjörnu að hafa yndi af háði og heimskingjar að amast við þekkingu?
Því að fráhvarf fávísra drepur þá og uggleysi heimskingjanna tortímir þeim.
til þess að þeir verði óreyndum til ráðgjafar og veiti unglingum þekkingu og forsjálni,
Viska er á vörum hyggins manns en á baki hins óvitra dynur vöndurinn.
Sá sem yrkir land sitt mettast af brauði en sá sem sækist eftir hégóma er heimskur.
Einfaldur maður trúir öllu en hygginn maður kann fótum sínum forráð.
Einfeldningarnir erfa fíflsku en vitrir menn krýnast þekkingu.
Kapp er best með forsjá og sá hrasar sem hraðar sér.
Sláir þú spottarann verður hinn fávísi hygginn, sé vandað um við skynsaman mann vex hann að viti.
Vitur maður sér ógæfuna og felur sig en einfeldningarnir halda áfram og gjalda þess.
Ég gekk fram hjá akri letingja nokkurs, fram hjá víngarði heimsks manns.
Vitur maður sér ógæfuna og felur sig en einfeldningar halda áfram og gjalda þess.
Sonur minn, gefðu gaum að speki minni, ljáðu eyra þitt hyggindum mínum
Varðveittu, sonur minn, fyrirmæli föður þíns og hafnaðu ekki viðvörun móður þinnar.
Sá sem drýgir hór með giftri konu er vitstola, hann steypir sjálfum sér í glötun.
Þér óreyndu, lærið hyggindi, og þér heimskingjar, lærið skynsemi.
„Hver sem óreyndur er komi hingað.“ Og við hinn fávísa segir hún:
Þjóð mín er heimsk og þekkir mig ekki. Þeir eru fávís börn sem ekkert skilja. Þeir hafa vit til að gera illt en kunna ekki gott að gera.
Hann svaraði: „Hafið þið ekki enn skilið?