Þetta er sáttmáli minn við þá, segir Drottinn: Andi minn, sem er yfir þér, orð mín, sem ég lagði þér í munn, skulu hvorki víkja úr þínum munni né munni niðja þinna, né frá munni niðja niðja þinna, segir Drottinn, héðan í frá og að eilífu.
Þannig er sáttmálinn sem ég mun gera við Ísraelsmenn þegar þessir dagar eru liðnir, segir Drottinn: Ég legg lögmál mitt þeim í brjóst og rita það á hjörtu þeirra. Ég verð Guð þeirra og þeir verða lýður minn.
Þið sýnið ljóslega að Kristur hefur ritað þetta bréf og sent það með mér: Það er ekki skrifað með bleki heldur með anda lifanda Guðs, ekki á steinspjöld heldur á hjartaspjöld manna.