25 Láttu ekki hjartað tælast á leið hennar, villstu ekki inn á götur hennar.
25 Lát eigi hjarta þitt teygjast á vegu hennar, villst eigi inn á stigu hennar.
Ég villist eins og týndur sauður, leita þú þjóns þíns því að ég hef ekki gleymt boðum þínum.
Hann deyr vegna skorts á aga, heimskan stígur honum til höfuðs.
Leggðu leið þína langt frá henni og komdu hvergi nærri dyrum hennar
Girnstu ekki fegurð hennar í hjarta þínu og láttu hana ekki ginna þig með augnaráði sínu.
Marga hefur hún sært ólífissári og fórnarlömb hennar eru óteljandi.
til þess að kalla á þá sem fara hjá, þá sem stefna fram á leið sinni:
Vér fórum allir villir vegar sem sauðir, héldum hver sína leið en Drottinn lét synd vor allra koma niður á honum.
En ég segi yður: Hver sem horfir á konu í girndarhug hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu.