24 Þér yngismenn, hlýðið því á mig og gefið gaum að orðum mínum.
24 Og nú, þér yngismenn, hlýðið á mig og gefið gaum að orðum munns míns.
Komið börn, hlýðið á mig, ég vil kenna yður að óttast Drottin.
Vitur sonur hlýðir fyrirmælum föður síns en hinn þvermóðskufulli sinnir engri umvöndun.
Heyrið, synir, áminningu föður yðar og hlustið á svo að þér öðlist skilning.
Heyrið mig því, synir, og víkið ekki frá orðum mínum.
börn mín, sem ég að nýju el með harmkvælum þangað til Kristur er myndaður í ykkur!
Börnin mín! Þetta skrifa ég ykkur til þess að þið skulið ekki syndga. En ef einhver syndgar, þá höfum við málsvara hjá föðurnum, Jesú Krist, hinn réttláta.