En þú, mannssonur, skalt ekki óttast þá né hræðast orð þeirra þó að þyrnar umlyki þig og þú sitjir á sporðdrekum. Þú skalt ekki óttast orð þeirra og ekki hræðast fyrir augliti þeirra því að þeir eru þverúðugir.
En það hef ég á móti þér að þú líður Jessabel, konuna sem segist vera spámaður og kennir þjónum mínum, afvegaleiðir þá til að drýgja hór og eta kjöt helgað skurðgoðum.