Fyrir löngu braust þú af þér okið og sleist af þér fjötrana. Þú sagðir: „Ég vil ekki vera þræll.“ En á hverjum háum hól, undir hverju grænu tré, lagðist þú og hóraðist.
Líttu til gróðurvana hæðanna, gættu að: Hvar hefur þú ekki verið svívirt? Þú sast við veginn og beiðst friðla eins og Arabi í eyðimörkinni. Þú vanhelgaðir landið með hórdómi þínum og illsku
Þú reistir stall þinn við hvert götuhorn og gerðir þér fórnarhæð við hvert torg. En þú varst samt ekki eins og skækja þar sem þú forsmáðir skækjulaunin.
Lampaljós skal eigi framar í þér lýsa og raust brúðguma og brúðar skal eigi framar heyrast í þér. Kaupmenn þínir voru höfðingjar jarðarinnar og allar þjóðir leiddust í villu af töfrum þínum.
Því að hún hefur látið allar þjóðir drekka af lostavíni saurlífis síns sem vekur reiði Guðs, og konungar jarðarinnar drýgðu saurlifnað með henni og kaupmenn jarðarinnar auðguðust af taumlausum munaði hennar.“