9 Hve lengi ætlar þú að hvílast, letingi? Hvenær ætlar þú að rísa af svefni?
9 Hversu lengi ætlar þú, letingi, að hvílast? hvenær ætlar þú að rísa af svefni?
Takið eftir, þér hinir skilningslausu meðal lýðsins og vitgrönnu, hvenær ætlið þér að vitkast?
Hve lengi ætlið þér, fávísu menn, að elska fávísina og hinir háðgjörnu að hafa yndi af háði og heimskingjar að amast við þekkingu?
Letin svæfir þungum svefni og iðjuleysingjann mun hungra.
Elskaðu ekki svefninn svo að þú verðir ekki snauður, opnaðu augun, þá muntu mettast af brauði.
Hurðin snýst á hjörunum og letinginn í hvílu sinni.
Sofa ögn enn, blunda ögn enn, leggja saman hendur til að hvílast ögn enn.
Farðu til maursins, letingi. Skoðaðu háttu hans og lærðu hyggindi.
þá aflar hann sér samt vista á sumrin og dregur saman fæðuna um uppskerutímann.
Heimskinginn leggur hendur í skaut og tærist upp.
Hreinsaðu illskuna af hjarta þér, Jerúsalem, svo að þú bjargist. Hversu lengi eiga gerspilltar hugsanir að búa í brjósti þér?
Maður kom fram, sendur af Guði. Hann hét Jóhannes.
Gerið þetta því heldur sem þið vitið hvað tímanum líður, að ykkur er mál að rísa af svefni. Nú er okkur hjálpræðið nær en þá er við tókum trú.
Því að allt sem er augljóst er í ljósi. Því segir svo: Vakna þú sem sefur og rís upp frá dauðum og þá mun Kristur lýsa þér.