Og jafnframt temja þær sér iðjuleysi, rápandi hús úr húsi, ekki einungis iðjulausar heldur einnig málugar og hlutsamar og tala það sem eigi ber að tala.
Tungan er líka eldur. Tungan er ranglætisheimur meðal lima okkar. Hún flekkar allan manninn og kveikir í allri tilveru hans en er sjálf tendruð af helvíti.
Elíab, elsti bróðir hans, heyrði hvað hann sagði við mennina, reiddist Davíð og sagði: „Hvers vegna varstu að koma hingað? Hjá hverjum skildirðu þessa fáu sauði eftir í eyðimörkinni? Ég þekki frekju þína og illsku. Þú ert hingað kominn til þess eins að horfa á bardagann.“