Njóttu lífsins með konunni, sem þú elskar, alla daga þíns fánýta lífs, sem hann hefur gefið þér undir sólinni, alla þína fánýtu daga því að það er hlutdeild þín í lífinu og það sem þú færð fyrir strit þitt sem þú streitist við undir sólinni.
Þegar maður er nýkvæntur á hann ekki að gegna herþjónustu og engar slíkar kvaðir skulu á hann lagðar. Skal hann laus undan þeim í eitt ár til gagns fyrir heimili sitt og eiginkonu hans til ánægju.