Þeir æptu: „Burt með þig!“ og sögðu: „Þessi náungi er hingað kominn sem útlendingur og nú ætlar hann að setjast í dómarasæti yfir okkur. Við munum fara verr með þig en þá.“ Og þeir gerðu aðsúg að Lot og voru að því komnir að brjóta upp hurðina.
Á meðan hann var að tala greip Amasía fram í fyrir honum og sagði: „Hefur þú verið gerður að ráðgjafa konungs? Hættu, annars verðurðu barinn.“ Spámaðurinn þagnaði en sagði fyrst: „Ég veit að Guð hefur ákveðið að leiða yfir þig ógæfu vegna þess að þú gerðir þetta og fórst ekki að ráðum mínum.“
En þeir hlógu að sendiboðum Guðs, fyrirlitu boðskap hans og hæddu spámenn hans þar til heift Drottins gegn lýð sínum varð svo mikil að ekkert varð til bjargar.