Látið ykkur ekki til hugar koma að þið getið sagt með sjálfum ykkur: Við eigum Abraham að föður. Ég segi ykkur að Guð getur vakið Abraham börn af steinum þessum.
Hver sem eyra hefur hann heyri hvað andinn segir söfnuðunum. Þeim er sigrar mun ég gefa af hinu hulda manna og ég mun gefa honum hvítan stein og á steininn ritað nýtt nafn sem enginn þekkir nema sá er við tekur.