En Jehú gætti þess ekki að fylgja lögmáli Drottins, Guðs Ísraels, af heilum huga. Hann sneri ekki baki við syndum þeim sem Jeróbóam hafði komið Ísrael til að drýgja.
En vertu varkár og gættu þín vel svo að þú gleymir ekki þeim atburðum sem þú hefur séð með eigin augum. Láttu þá ekki líða þér úr minni meðan þú lifir og þú skalt segja börnum þínum og barnabörnum frá þeim.