20 Sonur minn, gefðu gaum að máli mínu, hneigðu eyra þitt að orðum mínum.
20 Son minn, gef gaum að ræðu minni, hneig eyra þitt að orðum mínum.
Komið börn, hlýðið á mig, ég vil kenna yður að óttast Drottin.
Asafsmaskíl. Hlýð þú, þjóð mín, á kenningu mína, legg eyrun að ræðu munns míns.
Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturt hjarta.
veitir spekinni athygli þína og hneigir hjarta þitt að hyggindum,
Gott er að þú geymir þau í brjósti þér, að þau verði sífellt á vörum þér.
Sonur minn, gefðu gaum að speki minni, ljáðu eyra þitt hyggindum mínum
Sonur minn, varðveittu orð mín og hugfestu fyrirmæli mín.
Leggið við hlustir og komið til mín, hlustið, þá munuð þér lifa. Ég ætla að gera við yður ævarandi sáttmála og miskunn mín við Davíð mun stöðug standa.
Meðan Pétur var enn að tala skyggði yfir þá bjart ský og rödd úr skýinu sagði: „Þessi er minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á. Hlýðið á hann!“