En þú, Salómon, sonur minn, lærðu að þekkja Guð föður þíns og þjónaðu honum af heilum hug og af fúsum vilja því að Drottinn rannsakar öll hjörtu og þekkir allar hugsanir. Ef þú leitar hans lætur hann þig finna sig en ef þú yfirgefur hann útskúfar hann þér um alla framtíð.
Vér höfum hlýtt öllum fyrirmælum Jónadabs Rekabssonar, ættföður vors, sem hann setti oss. Því drekkum vér ekki vín svo lengi sem vér lifum, hvorki vér sjálfir, konur vorar, synir né dætur.
Með því að brýna þetta fyrir söfnuðinum ert þú góður þjónn Krists Jesú og styrkist um leið af orði trúarinnar og þeim góða trúarlærdómi sem þú hefur fylgt.
Hann á að vera fastheldinn við hið áreiðanlega orð, sem kennt hefur verið, til þess að hann sé fær um bæði að uppörva með hinni heilnæmu kenningu og hrekja þá sem móti mæla.