17 brauð glæpsins eta þeir og drekka vín ofbeldisins.
17 Því að þeir eta glæpabrauð og drekka ofbeldisvín.
Skilja þeir þá ekkert, þessir illvirkjar? Þeir seðja sig á lýð mínum, eta hann sem brauð og ákalla ekki Drottin.
Góðs má njóta af ávexti munnsins en svikarana þyrstir í ofbeldi.
Sætt er svikabrauðið en eftir á fyllist munnurinn möl.
„Stolið vatn er sætt og lostætt er launetið brauð.“
Vei þeim sem draga sekt sína með svikaböndum ranglætisins og syndina með aktygjum,
Vei þeim sem kalla hið illa gott og hið góða illt, sem gera myrkur að ljósi og ljós að myrkri, sem gera hið ramma sætt og hið sæta rammt.
Hver og einn blekkir náunga sinn, enginn segir sannleikann. Þeir hafa vanið tungu sína á lygar. Þeir gera illt og geta ekki hætt því:
Svo mælir Drottinn um spámennina sem villa um fyrir þjóð minni: Fyrir matartuggu boða þeir frið en stríð hverjum þeim sem engu stingur upp í þá.
Auðkýfingar borgarinnar beita ofbeldi, íbúar hennar ljúga og svikul er tungan í munni þeirra.
Til ills eru báðar hendur fram réttar. Höfðinginn heimtar og dómarinn er falur. Tignarmaðurinn krefst alls sem hann girnist og það veitist honum.
Valdhafar hennar eru öskrandi ljón, dómarar hennar úlfar næturinnar sem ekki geyma ónagað bein til morguns.
Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér læsið himnaríki fyrir mönnum. Sjálfir gangið þér ekki þar inn og þeim sem inn vilja ganga leyfið þér eigi inn að komast. [