14 Farðu ekki brautir ranglátra og gakktu ekki á vegi vondra manna.
14 Kom þú eigi á götu óguðlegra og gakk eigi á vegi vondra manna.
Sæll er sá sem eigi fer að ráðum óguðlegra, eigi gengur götur syndara og eigi situr meðal háðgjarnra
Sonur minn, þegar skálkar ginna þig, gegndu þeim þá ekki.
Sonur minn, gakktu ekki á vegi þeirra, haltu fæti þínum frá slóð þeirra.
Eigðu samneyti við vitra menn, þá verður þú vitur, en illa fer þeim sem leggur lag sitt við heimskingja.
til þess að þú temjir þér ekki hegðun hans og leggir snörur fyrir líf þitt.
Öfundaðu ekki vonda menn og láttu þig ekki langa til að vera með þeim
Sneiddu hjá honum, farðu hann ekki, snúðu frá honum og farðu fram hjá.
Leggðu leið þína langt frá henni og komdu hvergi nærri dyrum hennar
Hann kom að götuhorni og fetaði leiðina að húsi hennar,
Látið af flónsku, þá munuð þér lifa, gangið á braut skynseminnar.“
Villist ekki. Vondur félagsskapur spillir góðum siðum.