12 á göngunni verður leið þín ekki þröng og hlaupirðu muntu ekki hrasa.
12 Gangir þú þær, skal leið þín ekki verða þröng, og hlaupir þú, skalt þú ekki hrasa.
Þú rýmdir fyrir skrefum mínum og ökklar mínir riðuðu ekki.
Gnótt friðar hafa þeir er elska lögmál þitt og þeim er við engri hrösun hætt.
Ég mun ganga um víðlendi því að ég leita fyrirmæla þinna.
Þú gafst mér hjálp þína að skildi og hægri hönd þín studdi mig; þú beygðir þig og lyftir mér upp.
Þá skilur þú einnig hvað réttlæti er, réttur og réttsýni, skilur sérhverja braut hins góða.
Þá muntu ganga veg þinn óhultur og ekki hrasa.
Vegur ranglátra er eins og niðamyrkur, þeir vita ekki um hvað þeir hrasa.
Þau leiða þig hvar sem þú ferð, þegar þú hvílist vaka þau yfir þér og þegar þú vaknar, þá tala þau til þín.
Þeir koma grátandi og ég leiði þá og hugga. Ég fer með þá að vatnsmiklum lækjum, eftir sléttum vegi þar sem þeir hrasa ekki, því að ég er faðir Ísraels og Efraím er frumburður minn.
og: ásteytingarsteini og hrösunarhellu. Þeir steyta sig á honum af því að þeir óhlýðnast boðskapnum. Það var þeim ætlað.