11 Ég vísa þér veg spekinnar og leiði þig á braut ráðvendninnar,
11 Ég vísa þér veg spekinnar, leiði þig á brautir ráðvendninnar.
Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns.
til þess að þú gangir á vegi góðra manna og haldir þig á leið réttlátra.
þá kenndi faðir minn mér og sagði við mig: „Hjarta þitt haldi fast við orð mín, varðveittu fyrirmæli mín og þá muntu lifa.
Ég geng á götu réttlætisins og stigum réttsýninnar.
Hlýðið á því að ég boða það sem mikilvægt er og varir mínar tjá það sem rétt er.
Öll eru þau auðskilin hinum skilningsríka og augljós þeim sem hlotið hefur þekkingu.
En prédikarinn var spekingur og miðlaði mönnum einnig þekkingu og rannsakaði og kynnti sér og samdi mörg spakmæli.
„Þú djöfuls sonur, fullur allra véla og flærðar, óvinur alls réttlætis, ætlar þú aldrei að hætta að rangsnúa réttum vegum Drottins?
Sjá! Eins og Drottinn, Guð hefur falið mér kenni ég ykkur lög og ákvæði sem þið skuluð fara eftir í landinu sem þið eruð að halda inn í og taka til eignar.