Heiðra föður þinn og móður þína eins og Drottinn, Guð þinn, hefur boðið þér svo að þú verðir langlífur og þér vegni vel í landinu sem Drottinn, Guð þinn, gefur þér.
svo að þú, börn þín og barnabörn virðið Drottin, Guð ykkar, alla ævidaga þína með því að halda öll lög hans og fyrirmæli sem ég set ykkur til þess að þú verðir langlífur.
Og þess vegna þakka ég líka Guði án afláts því að þegar þið veittuð viðtöku orði Guðs, sem ég boðaði, þá tókuð þið ekki við því sem manna orði heldur sem Guðs orði − eins og það í sannleika er og það sýnir kraft sinn í ykkur sem trúið.
Það orð er satt, og í alla staði þess vert að við því sé tekið, að Kristur Jesús kom í heiminn til að frelsa synduga menn og er ég þar fremstur í flokki.