Hver hefur stigið upp til himna og komið niður? Hver hefur safnað vindinum í greipar sínar? Hver hefur bundið vötnin í skikkju sína? Hver hefur ákvarðað endimörk jarðar? Hvað heitir hann og hvað heitir sonur hans, veist þú það?
Því að svo segir hinn hái og upphafni sem ríkir ævinlega og ber nafnið Heilagur: Ég bý á háum og helgum stað en einnig hjá iðrunarfullum og þjökuðum í anda til að glæða þrótt hinna lítillátu og styrkja hjarta þjakaðra.
Sljóvga hjarta þessa fólks, deyf eyru þess og loka augum þess svo að það sjái ekki með augunum, heyri ekki með eyrunum og skilji ekki með hjartanu, svo að það snúi ekki við og læknist.“
Engli safnaðarins í Fíladelfíu skaltu rita: Þetta segir sá heilagi, sá sanni sem hefur lykil Davíðs, hann sem lýkur upp svo að enginn læsir og læsir svo að enginn lýkur upp.
Verurnar fjórar höfðu hver um sig sex vængi og voru alsettar augum, allt um kring og að innanverðu. Dag og nótt syngja þær án afláts: Heilagur, heilagur, heilagur, Drottinn Guð, hinn alvaldi, hann sem var og er og kemur.