Þá sagði ég: „Vei mér, það er úti um mig því að ég er maður með óhreinar varir og bý meðal fólks með óhreinar varir en samt hafa augu mín séð konunginn, Drottin allsherjar.“
Sérhver maður verður skilningsvana glópur, hver gullsmiður mun skammast sín fyrir guðamyndirnar því að það sem hann steypir er blekking, þær hafa ekki lífsanda.
Ég vil, bræður mínir og systur, að þið varist að ofmeta eigið hyggjuvit. Því vil ég að þið þekkið þennan leyndardóm: Nokkur hluti Ísraels er forhertur orðinn og það varir uns allir heiðingjar eru komnir inn.